Lúxushús til leigu í Flórída

220 fermetra lúxushús

Þetta lúxushús í Flórída er einstaklega fjölskylduvænt og gerir fríið að sannkölluðu draumafríi í ævintýralandi Disney. Húsið er byggt árið 2008 og þ.a.l allt nýlegt. Staðsett rétt um 2,5 km frá Disney í lokuðu hverfi (sem er vaktað/mannað allan sólarhringinn) og kallast Windsor Hills. Í húsinu eru 5 svefnherbergi. 3 þeirra með king size rúmi, og tvö herbergi eru með tvö Twin rúm, þannig möguleiki fyrir allt að 11 manns. Hvert svefnherbergi hefur sitt baðherbergi, flatskjá og cable. Húsið er mjög rúmgott og eru tvö svefnherbergi uppi og þrjú niðri.

Skoða myndir

Frábært hverfi

Í hverfinu er samkomuhús (club house) með stórri sameiginlegri sundlaug og vatnsrennibraut. Í húsinu er spilasalur og líkamsræktarsalur ásamt lítilli verslun og bar. Innan svæðisins er svo borðtennis, körfubolti, blakvellir, tennisvellir og fl. Það er um 10 mínútna gangur niður að samkomuhúsinu. Golfvellir eru allt í næsta nágrenni og af öllum gæðaflokkum og verðflokkum.

Skoða á korti

Aðstaða fyrir alla fjölskylduna

Borðstofuborðið er stækkanlegt fyrir allt að 10manns, en eldhúsborðið er ætlað fyrir 4-6. Eldhúsið er með öllu sem þarf til að útbúa veislumat ásamt hinu venjulega sem við þörfnumst daglega, einsog ristavél, kaffikönnu, örbylgjuofni og svo frv.

Internet er í húsinu og sími sem leigjendur geta notað gjaldfrjálst og hringt innan Bandaríkjanna.

Bóka!

Húsið er á frábærum stað!



Í hverfinu er samkomuhús (club house) með stórri sameiginlegri sundlaug og vatnsrennibraut. Í húsinu er spilasalur og líkamsræktarsalur ásamt lítilli verslun og bar. Innan svæðisins er svo borðtennis, körfubolti, blakvellir, tennisvellir og fl. Það er um 10 mínútna gangur niður að samkomuhúsinu. Golfvellir eru allt í næsta nágrenni og af öllum gæðaflokkum og verðflokkum.



Copyright © Arnar 2017